divider

divider

Sokkabuxur - Pullur

Ég er búin að vera að safna slitnum sokkabuxum í svolítinn tíma. Bæði frá mínum eigin börnum,  börnum vinkvenna og frá börnum mæðra úr mömmuhópi sem systir mín er í. 
Núna í seinustu viku var ég að klára áfanga í skólanum sem nefnist Listir og Sjálfbærni, þar sem megin atriði áfangans er að kenna okkur að kenna sjálfbærni í gegnum listir án þess að vera að predika. 
Rosalega skemmtilegur áfangi sem ég mæli hiklaust með. Þetta er áfangi opinn öllum í LHÍ, svo það er hægt að borga sig bara inn í þennan eina áfanga. 
Lokaverkefnin í áfanganum voru tvö. Eitt hópaverkefni og eitt einstaklingsverkefni. Einstaklingsverkefnið mátti vera verk eða greinagerð eftir sjálf okkur þar sem sjálfbærni kemur við sögu. 
Ég ákvað að nota sokkabuxurnar sem voru búnar að safnast upp í dágóða hrúgu inní skáp og búa til eitthvað. 
Útkoman var þessi bláa pulla í barnastærð. En pullan er eingöngu búin til úr sokkabuxum sem ég flétta saman og innan í er pullan fyllt upp með ónýtum fötum af dætrum mínum. 
Neðri pullan er hnykill gerður úr fullt af stelpu-sokkabuxum. 

Það má alveg gefa gömlum druslum nýtt líf með einhverjum skemmtilegum hugmyndum :) 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli