divider

divider

Barstóla pælingar.


Jæææææææjjjja.... nú hef ég LOKSINS endurheimt líf mitt aftur eftir skil á masters ritgerð :) Jeijjj!!!
Ég hef ekki litið uppúr ritgerðarskrifum síðan um miðjan mars mánuð sem er skýringin á því að bloggið hefur legið svona nokkurnvegin í dvala. Enda ætla ég mér að útskrifast úr þessum skóla þessa önnina. :)  Nú á ég bara eftir að skila tveimur einingum í hús og þá er ég komin með allar þær einingar sem ég þarf til að útskrifast...og þessar tvær sem eftir eru eru nú bara pís of keik miðað við ritgerðarbrjálæðið sem nú er loks yfirstaðið. Skrítið samt hvað maður er eitthvað tómur í hjartanu eftir að hafa skilað þessari ritgerð.... í gær upplifði ég meiriháttar samviskubit yfir því að hafa skilað og sú hugsun réðst hart á mig að ég hefði gleymt einhverju... mjög óþæginlegt. Svona er maður skrítin...

En...að örðu... Núna má ég loksins hugsa um þá hluti sem ég hef ekki leyft mér að hugsa um síðustu mánuði. Ég er að fara að eignast nýtt eldhús... reyndar nýtt hús veijj!! ... en já...nýtt eldhús með eyju ;) Svolítið draumaeldhús. Við eldhúseyjuna þarf að setja sirka 3 barstóla og að velja fallega og sniðuga barstóla getur verið ansi flókið skal ég segja ykkur. Ég þekki ansi marga sem eiga barstóla og hef því ákveðnar skoðanir hvað ég vil og hvað ég vil ekki hafa á mínum stólum.
Ég vil ekki hafa stóra plötu undir stólfætinum, uppá þrif er betra að hafa fjórar fætur.
Ég vil helst hafa snúnings sessu (þó að það sé nánast ekki raunhæft ef maður ætlar að hafa fjórar fætur).
Ég vil hafa bólstraða sessu.
Mig langar helst að hafa einhvern við - eik eða hnotu-  í stólnum.

Já... þetta er flókið... og það leit allt út fyrir að þessi stóll væri ekki til...þangað til í gær. Þegar ég fór að leita og leita á netinu, þá fann ég stóla eftir hönnuðinn Daníel Magnússon.
Daníel er listamaður en hefur líka verið að hanna stóla fleira skemmtilegt. Stólana hans má m.a. finna á barnum á 101 Hótel.

En það eru nokkrir stólar sem ég hef fundið nú þegar hér á landi sem koma til greina.... mis dýrir en allir fallegir. Nú væri gott ef maður gæti skit... peningum. ;)

Stóllinn eftir Daníel Magnússon. 


Barstóll frá GÁ húsgögnum. 


Ilva


Casa


Modern


Húsgagnahöllin


ModernEngin ummæli:

Skrifa ummæli