divider

divider

Barnaherbergið

Árið 2012 tókum við herbergið hjá yngstu dóttir okkar í gegn. Máluðum og settum upp bókahillur og skreyttum aðeins. Þá færslu má sjá hér. Hún var þá tveggja ára krúttmoli og hafði ekkert vit á því að hafa skoðanir á hlutunum. Ári seinna uppgvötaði hún að systir hennar sem er 8 ára er með bleikan lit á einum veggnum sínum. En sú stutta var með blágrænan! - Aldrei hefur barnið verið jafn móðgað við okkur á sinni stuttu ævi. Ég ákvað að reyna að bjarga mér fyrir horn þegar hún fór að ræða þetta við mig um litavalið og keypti bleikar límmiðadoppur í Söstrene Grene og setti á vegginn beint á móti þeim blágræna. Bleikar doppur = bleikt herbergi... ikke? Bleiku doppurnar má sjá á fyrstu myndinni hér fyrir neðan (ég klippti út grenjandi barnið sem lá upp við vegginn í vonbrigðiskasti). 
Barnið var sár sár móðgað yfir því að veggurinn var ekki allur bleikur í heild sinni...bleikar doppur var ekki nóg fyrir bleiku blúnduna sem barnið er. 

Og nú þegar hún veit að við erum að fara að flytja hefur daman pantað BLEIKA herbergið í nýja húsinu. Ehehehemm... OHHH....  ég skal segja ykkur það að ég er alveg komin með ógeð af bleika litnum. 
EN... einhvernvegin ætla ég að láta drauma barnsins rætast með bleikum lit í herberginu en ég er mikið að spá hvernig ég geti útfært einn vegg án þess að bleiki liturinn yfirtaki allt. 

Doppurnar óvinsælu... sem urðu síðan algjör hittari í barnaherbergjum landsins, en nokkrum mánuðum seinna voru svartar doppur í barnaherbergjum á hverju bloggi :) Gaman að því :) Verst að barnið mitt hafði ekki smekk fyrir þessu... 



Fallega ferskjubleikt herbergi gæti virkað :) 


Eða kannski veggfóðra ég bara... ? 


Ferskjubleikt... og ekki allur veggurinn. 


Einn lítill bleikur hringur sem má kríta á? ;) 
Nokkuð góð hugmynd :) 


Eftir smá eftirgrennslan hef ég komist að því að grár er mjög vinsæll litur í barnaherbergi. 
Kannski að eldri stelpan fái einn svona gráan vegg. 
Þetta er mjög fallegt herbergi :) 


Skemmtilegt mynstur sem má setja bleikan lit í :) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli