divider

divider

Útskriftarsýning LHÍ


Um síðastliðna helgi skelti ég mér á útskriftasýningu LHÍ í Listasafni Reykjavíkur. Sýningunni lauk síðastliðin sunnudag þannig að ég rétt náði í skottið á henni og hef ekki haft neinn tíma í tölvu fyrr en núna. EN... Sýningin var frábær eins og alltaf og hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af verkum nemendanna. 
Að mínu mati var vöruhönnunin með bestu og áhugaverðustu sýninguna í ár en nemendurnir skelltu sér öll í búning vísindamannsins og unnu öll þróunarvinnu af ýmsum toga en ég ætla bara að skrifa sérstaklega um þeirra verk við þeirra myndir. Ég tók þó ekki myndir af öllum verkunum þeirra. 








Katrín Magnúsdóttir og Línuvinnslu Reykjavíkur. Línuvinnsla Reykjavíkur byggir á fornri reipagerð, handverki sem horfið er úr íslensku umhverfi, unnið út frá aðferðum netagerðarmannsins. 
Línan er unnin úr ódýrum plastpokum sem er umbreytt í veiðilínu með þekktum handverksaðferðum. 
Með þessu er verðmætagildi plastpokanna aukin en verkefnið sýrnir það ferli þar sem leitast er eftir að endurvinna á umhverfisvænan hátt spilliefni sem dagar uppi í náttúrunni og skaðar lífríkið. 




Thelma Hrund Benediktsdóttir og verkið Gull í greipar sjávar. Thelma vann með saltverksmiðjunni á Reykhólum en þar uppgötvaði hún afgangs saltefni sem ekki er notað í vinnslu hjá þeim. Úr afgangs saltinu vann hún umhverfisvæna sápu með endurnýtingu á hráefnum að leiðarljósi. Magnesíumríkt saltið sem ekki er nýtt í matvælaframleiðslu er blandað við þörungaduft svo úr verður umbreytt og verðmæt vara. Í framleiðsluna er notað heitt þrínýtt vatn sem notað hefur verið hjá verksmiðjunni við þörungavinnslu og saltvinnslu og að lokum við sápugerðina. Í þessu verkefni nær Thelma að sameina krafta fyrirtækjana á Reykhólum. 



Sigurjón Axelsson og Fungi. 
Verkið er innblásið af náttúrulegri hringrás sveppa. Ræktaðar eru svepparætur og sköpuð framleiðsluaðferð. Með því móti er myndaður efnismassi út frá svepparótinni og er hann nýttur sem efniviður. Hér er svepparótamassinn látinn vinna inn í ákveðnu móti þar sem hann stækkar og dreyfir sér á nokkrum dögum. Eftir nokkra daga hefur myndast skál sem þarf síðan að þurrka upp áður en hún er nýtt sem umbúðir undir ostrusveppinn. 


Björk Gunnbjörnsdóttir og BDFU 1:3. 
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig nýta má tré sem klippt eru niður og falla til við grisjun garða og skóga. Úr trjánum er unnið sag eða salli en með því að blanda saginu við lífrænt plast úr náttúrulegum hráefnum verður úr algjörlega nýr efniviður sem nýta má í smíðavinnu þar sem reiknað er með að efnivðurinn eigi að bortna niður. Efniviðurinn er léttur og sterkur en samtsem áður lífrænn og er því fljótur að brotna niður í náttúrunni. 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli