divider

divider

Terta Duo - Ný íslensk hönnun


Terta Duo er nýtt íslenskt merki sem þessa dagana er að riðja sér til rúms í hönnunarheiminum hér á Íslandi. Á bakvið merkið standa þær María Marko og Þórunn Vilmarsdóttir en þær hafa nú þegar unnið að 5 vörum sem komnar eru á markað undir merkinu. 
Þær stöllur hafa verið að vinna mikið með fjármörkin í verkum sínum en fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru það munstur sem klippt eru í eyrun á lömbum og löghelgar markeigandanum eignarréttinn á sauðfénu. Munstrin eru fyrir sumum mjög persónuleg og fyrir aðra eru þau einfaldlega safn af fallegum munstrum og hver og einn nýtur þeirra á sínum forsendum.
Fyrsta verk þeirra hjá Terta Duo var að hanna plaggat með munstrum fjármarkanna en síðar færðust munstrin yfir á púðaver og afmælisdagatöl þar sem unnið var með þau meira abstrakt. Núna fyrir jólin fóru þær stöllur einnig að framleiða Semanta sem eru demantar úr sementi og útikertastjaka sem er tilvalinn í öll veður og óveður, hannaður með íslenska veðráttu í huga.







Engin ummæli:

Skrifa ummæli