Nú er kominn 1. okt.
Dóttir mín er 5 ára í dag :)
Og sala á bleiku slaufunni hófst í dag.
Bleika slaufan var í ár hönnuð af vöruhönnuðinum Ragnheiði I. Margeirsdóttir en til eru 3 mismunandi útfærslur af slaufunni í ár. Ein með dökkum bleikum steinum og önnur með ljósari steinum, sem mér finnst persónulega fallegri. Og svo er sú þriðja gerð úr ekta silfri og er seld í Leonard.
Ég hvet allar konur að fjárfesta í bleiku slaufunni því þetta er ekki bara fallegt skart heldur líka stuðningur við gott málefni :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli