divider

divider

Peysuleysi

Peysuleysi er ein af nokkrum nýjum vörum frá Björg í bú sem kynnt var nú um helgina á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Viðtökur við Peysuleysinu voru vonum framar og seldist flíkin út eins og heitar lummur :)

Peysuleysi er flík sem er alltaf næstum því peysa en aldrei samt alveg.
Flíkinni er hægt að breyta á marga mismunandi vegu og breyta í nýja flík eftir veðri og vindum.
Sem dæmi má nefna a.m.k. þrjár mismunandi tegundir erma, vesti, bolero, ponsjo, kragi, hetta, trefill, teppi og svo mætti lengi telja.

Peysuleysið er úr íslenskri ull og er íslensk framleiðsla og kemur í búðir nú fyrir jólin :)


tékkið á þessu :)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli