divider

divider

Postulín

Anne Black er dönsk listakona, með vinnustofu í Kaupmannahöfn. Hún útskrifaðist úr Listaháskólanum í Kolding 1996 og hefur síðan þá gert postulínið að sínu aðal vörumerki. Það er hægt að gera ýmislegt annað en fína kaffibolla úr postulíni.

Hér er ein vörulínan hennar.
Skemmtilegar flísar sem eflaust væri hægt að leika sér með. Ég er sérstaklega hrifin af munstrinu með hinu klassíska viskustykkja munstri.
Svo get ég auðvitað ekki sleppt veggskrautinu. Ég held að ég sé sjúklegur veggskraut safnari...eða ég væri það ef ég léti allt eftir mér. Þarf þá líklega ekki að nefna það að ég væri alveg til í að eignast svona fugl á vegginn hjá mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli