divider

divider

Árið 2011

Ég hef tekið saman uppáhalds myndirnar mínar og færslur fyrir liðið ár, hvern mánuð fyrir sig. 
Svona smá upprifjun á árinu hér á blogginu er bara nokkuð skemmtileg :) 

 Janúar var uppfullur af Do-It-Yourself verkefnum og góðum hugmyndum sem alltaf er gaman að glugga í og nýta sér.
Í Febrúar skoðaði ég mikið fallega hönnun.

HönnunarMarsinn stóð uppúr í Mars, en þá má segja að Íslensk hönnun blómstri með sýningum útum alla borg.  Auðvitað stendur uppúr frumsýning okkar stallna á Örflögum í Norræna húsinu á hönnunarmarsinum :) 



Apríl var rólegur, enda svo mikið um að vera í mánuðinum á undan í hönnun.
En í Maí fór allt að blómstra og fallegar, sumarlegar myndir hófu að hlaðast inn á bloggið :)


Í Júní keypti ég mér klukkuna Cuckoo sem prýðir stofuna mína... hjá mér stendur það uppúr enda líka svo ossalega gaman að eiga svona fallega hluti. Sumarið var í hávegum og allir í fríi :) 
Júlí var einnig frekar rólegur, enda sumarfrí og slökun hjá bloggara og lesendum. En eitt er víst að Hidden Animal Teacups fóru á "langar í " listann minn...og eru þar enn. 


 Í Ágúst fór allt af stað aftur, bæði í hönnunarheiminum og á blogginu mínu. Mikið um dýrðir og fallega hönnun sem vert er að skoða:)
September var mjög annasamur mánuður hjá mér sökum þess að við kallinn vorum að leggja lokahönd á veitingastað sem við opnuðum í lok mánaðarins.

Október var líka mjög annasamur mánuður, enda veitingastaðurinn Galito ný opnaður og mikið um að vera þar. Lífið snérist um það þann mánuðinn.



Eins og alltaf þá voru Nóvember og Desember ótrúlega skemmtilegir og uppfullir af góðum hugmyndum fyrir jóla-föndrið, jólabaksturinn, hugmyndum af gjöfum eða hvernig flottast væri að pakka inn gjöfunum :) 


Ég þakka bara ykkur frábæra fólki sem fylgist með blogginu fyrir að lesa og lofa að árið 2012 hér á blogginu mun bjóða uppá góða og skemmtilega lesningu, frábærar hugmyndir og fjör. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli