divider

divider

14 dagar - perlað jólaskraut

Það finnst flestum gaman að perla. Bæði mömmur, pabbar, stelpur og strákar geta dundað við að perla. 
Það er mikið perlað á mínu heimili og ég er með perlurnar í glerskál í eldhúsglugganum, þannig að það er alltaf hægt að grípa í perlurnar og dunda smá. 
Hér eru nokkrar hugmyndir að jólaperl-skrauti. 
Við dóttir mín höfum perlað svolítið í ár til þess að skreyta pakkana í ár með perluðu jólaskrauti. Kemur mjög fallega út :) - meira um það síðar. 
1 ummæli: