divider

divider

15 dagar til jóla - 2. í aðventu

Gleðilegann 2. sunnudag í aðventu :) 
Í tilefni af því að það er 2. í aðventu hef ég ákveðið að sýna ykkur minn aðventukrans, úr því að það kom engin mynd af honum seinasta sunnudag. 
Kransinn gerði ég sjálf og notaði stálform sem ég erfði frá henni elskulegri móður minni. Formið nota ég stundum, en það fær frí í desembermánuði og fær að vera jólaprýði í staðinn :) 
Kertin standa í blómaskreytinga-kertastöndum sem stingast niður í svona skreytinga-frauð sem bæði fengust í Módel hér á Akranesinu. Svo er bara mosi og könglar. - Elginn fékk ég í nýju gjafavörubúðinni @Home sem nýlega opnaði hérna á Skaganum. 
Kertin átti ég inní skáp, keypti þau á útsölu eftir síðustu jól :) 
Frekar ódýr krans og skemmtilega öðruvísi - samt ekki :) 


2 ummæli: