Nú styttist óðum í jólin. Flestir eru búnir að skreyta og gera flest allt fyrir jólin. Það er allavega lítið eftir á mínu heimili annað en að skreyta tréð og setja steikina í ofninn.... og kannski skúra einu sinni yfir fyrir herlegheitin :)
En þar sem verða hvít jól (vonandi hjá okkur), þá er hægt að senda börnin út í smá skemmtilegann leik í snjónum. Þarf heldur ekki að kosta neitt! - Það sem þarf eru matarlitir, vatn og brúsar. Svo er bara að setja vatn á brúsa og skella nokkrum dropum af matarlit út í vatnið í brúsunum.
Svo má fara út að leika.
Skemmtið ykkur vel :)
En æðisleg hugmynd, mér hefur alltaf verið sama hvort það sé jólasnjór eða ekki, en núna vil ég fá snjó bara til þess að geta gert svona með Torfa! :)
SvaraEyða