divider

divider

6 dagar til jóla - Hvað viltu í jólagjöf?

Ég fæ nú ekki margar jólagjafir. Eiginlega bara fá manninum mínum og börnum. 
En það er þó sitthvað sem mig langar í...og margt af því alltof dýrt. 
En það má nú láta sig dreyma... er það ekki? 


(Fyrir ofan) Hálsmen eftir Hlín Reykdal. Ég er ekki orðin það fræg enn að hafa eignast svona fallegt skart, en það orsakast kannski af því að ég er aldrei með neitt skart og því gefur mér það enginn.... en ég væri nú alveg til í að vera með svona fallega festi um hálsin :) Skartið hennar Hlínar fæst í Kiosk og Hrím á Laugaveginum og svo fæst það líka í gjafavöruversluninni @home - hér á Akranesi. 

(Fyrir neðan) Kollurinn Fuzzy eftir Sigurð Már Helgason, en stóllinn er hannaður á því góða ári 1972 og er orðin klassísk hönnun. Fæst í Epal, Kraum og gjafavöruversluninni @home hér á Skaganum.



(Fyrir ofan) Stelton kaffikannan er búin að vera á óskalistanum mínum í nokkur ár :) Hún fæst í Epal og   Gjafavöruversluninni @home
(Fyrir Neðan) Superliving kertastjakarnir eru ofarlega á lista þetta árið, enda líka nokkrum númerum of fallegir. Fást í Hrím á Laugaveginum. 



(Fyrir ofan) Sindrastóllinn er klassísk íslensk hönnun frá árinu 1962.  Hönnuður stólsins er Ásgeir Einarsson. Sindrastóllinn var til á mörgum heimilum hér á árum áður en hefur verið ófáanlegur frá árinu 1970. Fyrr á þessu ári hófst endurframleiðsla á stólnum og er hægt að kaupa stólinn hjá GÁ húsgögnum í Síðumúla. - Hér heima hjá mér er sérstakt pláss tileinkað þessum stól. 

(Fyrir neðan)  Wooden Dolls frá Vitra. Ég fæ pínu sting í hjartað því mér finnst þær svo fallegar. 
En þær kosta agalega mikið svo maður verður eiginlega að safna sér... ég væri til í að eiga sirka 5 stk. 
Wooden Dolls fást í Pennanum.  En þar eru ýmis góð tilboð á fallegri hönnunarvöru nú fyrir jólin. 


Hvað langar ykkur í?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli