Kærleikskúlan er jólakúla sem gefin er út á hverju ári af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Fyrsta jólakúlan kom út árið 2003 og á hverju ári er einn listamaður sem skreytir kúluna. Úr er orðið fallegt og einstakt safn eftir íslenska listamenn.
Í ár er það Hrafnhildur Arnardóttir sem sér um að hanna kúlu ársins sem ber nafnið LOKKANDI.
Ágóðinn sem kemur af sölunni á Kærleikskúlunni rennur óskertur til Reykjadals, sumar- og helgardvalar styrktafélags lamaðra og fatlaðra í Mosfellsdal.
LOKKANDI
Lokkandi er rómantískur óður til líkama og sálar,
minnisvarði minninga.
Innan um skilningarvitin laumast allt og dvelur inni í flóknu landslagi holds og hugar
eins og ilmurinn úr eldhúsinu.
Hárflækjan, ímyndað landslag tilfinninga og taugaboða
sem lokka okkur inn í króka og kima hugans,
er samofin öllu – einstök og endalaus.
Hrafnhildur Arnardóttir.
Ég hef keypt Kærleikskúluna þau ár sem börnin mín hafa fæðst. Mér finnst hún táknræn fyrir þá ást sem maður vill veita börnunum sínum.
Maður elskar þau skilyrðislaust.
Kúlan er líka falleg jólagjöf til einhverns sem manni þykir vænt um.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli