divider

divider

8 dagar í jólin - innpökkun.

Eins og fyrr greinir frá, þá er ég búin að pakka inn nokkrum pökkum fyrir þessi jólin. 
Mér finnst þetta frekar skemmtilegt og þá sérstaklega ef ég hef nægan tíma í verknaðinn :) 

Uppáhalds pakkarnir þessi jólin eru pakkar sem ég sauma saman. Mjög einfalt. ég teikna snið... bý svo til annað nákvæmlega eins. Kippi svo upp saumavélinni og sauma saman pappírinn. 
Líklegast er ekki hægt að sauma saman venjulegann jólapappír þar sem hann er svo hrikalega þunnur. 
Ég nota málningarpappírs rúlluna góðu í saumaskapinn, enda er pappírinn það þykkur að það er mjög gott að sauma hann saman :) - mæli með að þið prufið... þetta er miklu skemmtilegri leið til að pakka inn pökkunum :) 



1 ummæli:

  1. Sama hér, ég er margar vikur að pæla í innpökkunarmöguleikum áður en ég ákveð mig og byrja. Það fer næstum því meiri pæling í innpökkun en gjafirnar sjálfar. :)

    SvaraEyða