divider

divider

Endurunninn pappír

Nína dóttir mín hefur nokkrum sinnum komið heim með endurunninn pappír úr leikskólanum. Nú er hún komin í 2. bekk og þau öll börnin gerðu endurunninn pappír  fyrir Malaví söfnun sem skólinn stendur fyrir á hverju ári fyrir jólin. Þau seldu pappírinn sem þau bjuggu til ásamt öðru skemmtilegu föndri sem þau gerðu. En allur skólinn tekur þátt í að undirbúa jólasölu þar sem seldar eru smákökur sem þau baka sjálf, fallegt jólaskraut og annað sniðugt sem þau hafa búið til. Allur ágóði fer svo til Rauða krossins til styrktar Malaví-verkefnisins.  
Að sjálfsögðu versluðum við mægur svolítið... og við keyptum nokkur stykki af svona endurunnum pappír sem ég nota þetta árið í jólamerkimiða og í jólainnpökkunina. 

Pappírinn hefur skemmtilega áferð og fallega kanta til þess að nota í svona gjafir :) Svo var líka búið að skreyta hann svo flott með glimmeri :)

Mér finnst mjög líklegt að það séu einhverjir foreldrar sem eiga búnka að svona pappír eftir börnin sem þau vita ekkert hvað á að gera við :) 







Engin ummæli:

Skrifa ummæli