divider

divider

DIY: Jólatré


Ég föndraði þessi skemmtilegu jólatré um síðustu helgi og mér fannst útkoman bara nokkuð góð þó ég segi sjálf frá. Ég var enga stund að skera tréin út en það tók þónokkuð langann tíma að mála þau.
En fyrir ykkur elsku blogglesendur hef ég ákveðið að henda inn smá leiðbeiningum að svona tré. Læk á það er það ekki?  :) 

Til að byrja með þurfið þið kæru föndrarar að gera ykkur ferð í Handverkshúsið. Kaupa þar 2-3mm þykkan balsavið. Viðurinn kemur í 1m lengjum og 1m dugði mér í 3 tré... bara lítil tré. En viðurinn býður ekki uppá að gera stór tré þar sem viðarplöturnar eru alls ekki breiðar. 

Það sem þarf: 
Balsaviður
góð reglustika eða T-stika
dúkahnífur
blýantur
svartur línutúss (fyrir þá sem ætla að gera svart munstur)
og svört málning. 



Ég byrjaði á því að strika upp tréin á balsaviðinn með reglustikunni. 


Því næst sker ég eftir línunum. Ég nota reglustikuna til þess að skera meðfram svo allt verði beint. Passa þarf líka að vera með gott skurðarbretti undir. 


Þar sem ég keypti 2mm balsa þá geri ég svona "rennur" uppi og niðri sem eru nákvæmlega 2mm. á breidd. Rennurnar ná niður í miðju á trénu. 


Svo er það bara að skreyta. 
Ég notaði reglustikuna og blýantinn til að teikna fyrst það sem ég ætlaði að mála og fór með svarta línutússinu í útlínurnar og málaði svo innan línanna. 
Svolítil þolinmæðisvinna ef fólk vill hafa þetta eitthvað flúrað, en gaman. 


Gangi ykkur vel :) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli