divider

divider

Páskarnir og Instagram


Páskarnir voru bara dásamlegir hér á bæ. Ég byrjaði páskafríið á dásamlegu brúðkaupi hjá vinum, því næst fékk ég fallega vinkonuhópinn minn í heimsókn eina kvöldstund svo fór ég með börnum og burtu vestur í Dalina í tvær nætur að njóta náttúrunnar (tók engar myndir því ég lyfti hvorki upp myndavél né síma allan tímann....var bara að njóta) og svo var það home sweet home með fjölskyldunni yfir hátíðina sjálfa. Heimilið var mjög gult og sumarlegt þessa daga eins og myndirnar bera með sér en eiginlega allt páskaskraut sem til er á heimilinu hefur komið heim af leikskólanum með börnunum. Uppáhalds páskaskrautið er að sjálfsögðu eftir dóttur mína en það eru páskaliljur gerðar úr eggjabökkum. Ótrúlega fallegar ;) 
Ég tók nokkrar myndir yfir páskana og setti á Instagram síðu hugmyndasvampsins en ef þið eruð á Instagram þá getið þið elt mig hér. 


Ég vona að þið hafið átt ljúfa páska líka ;) 


Eldhúsið komið í páskagírinn


Bragðgóðar páska-bollakökur
og
uppáhalds páskaliljurnar eftir Heklu Dís í vinsælasta vasa landsins ;) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli