Það er voða gott að borða.
Við hjúin erum að minnsta kosti voðalegt matar-fólk og okkur finnst ekkert leiðinlegt að smakka eitthvað nýtt, eða borða eitthvað uppáhalds.
Í New York er hægt að fá endalaust af góðum mat. Líka vondum reyndar.
(Fyrir ofan) Við ákváðum áður en við fórum að vera ekki með innifalinn morgunmat á hótelinu, því að við vildum alveg endilega smakka allskonar amerískan morgunmat á allskonar Diner-um.
Að sjálfsögðu ræddum við alltaf hvað okkur langaði mest í og pössuðum alltaf að panta sinn hvorann réttinn og gefa svo helming og fá helming til það smakka sem mest í einni máltíð :) Það voru að sjálfsögðu pantaðar pönnukökur og eggja-hrærur. Hér fyrir ofan má sjá bananapönnukökur með sýrópi og bláberjum og eggjahræru með steiktum kartöflum og grænmeti. mmm... mæli með Diner í morgunsárið :)
Við hittum Sigurjón frænda minn sem er orðinn rosalegur new yorker, enda búinn að búa þarna síðan haustið 2006. Drengurinn fór með okkur á sinn uppáhalds Sushi stað Hiroshi Sushi, á 3 ave á milli 38 & 39 st., en hann sagðist ekki hafa smakkað það betra. Staðurinn var lítill og fámennur, enda vorum við heldur snemma á ferðinni. Sushi-ið þar var himneskt! - Eins og sjá má á myndunum, þá réðumst við á matinn um leið og hann kom, við gleymdum að taka myndir af diskunum, og það fattaðist ekki fyrr en það var einn biti eftir af þessari laxa-rúllu hér fyrir ofan...sem er b.t.w. besti sushi biti sem ég sett inn fyrir mínar varir... ohh...ég verð svöng að hugsa um þetta!
Fyrir neðan er rækju-rúlla sem var líka svakaleg.
Staðurinn hefur fengið mjög góða dóma á MenuPages.com
Við smökkuðum líka tvennskonar djúpsteiktar rúllur sem voru mjög áhugaverðar og góðar :) öðruvísi sushi.
Svo spillti ekki fyrir að maturinn er á góðu verði þarna hjá þeim :)
LaugardagshádegisLunch er perfect á veitingastaðnum Boathouse í Central Park! - Reyndar er svolítil bið eftir borði þar, en biðin er vel þess virði og staðurinn er með klassa bar og klassa barþjóna sem að búa til ótrúlega góða kokteila. Ég er ekki frá því að ég hafi þarna fengið besta Mohito sem ég hef smakkað hingað til. Svakalega góður :)
Maturinn á Boathouse svíkur heldur ekki. - Við vorum í lunch-menu og það voru frekar léttir réttir á matseðilinum. Við pöntuðum okkur Griggtown Farm Chicken, en það var borið fram með trufflu-kartöflumús og ristuðum vorlauk. Einnig pöntuðu við okkur vöfflur með bláberjum og jarðaberjum borið fram með sýrópi. En báðir þessir réttir voru aðalréttir af hádegisseðlinum, en okkur fannst pínu skrítið að hafa vöfflur sem aðalrétt. En góðar voru þær :)
Eitt sem við vorum ekki ánægð með var vatnið á staðnum... það er bara boðið upp á kranavatn sem er alveg einstaklega vont á bragðið og við gátum ekki drukkið það. En það er reyndar liður í umhverfisvænni stefnu staðarins að bjóða uppá þetta vatn svo það má næstum ekki kvarta yfir því.
Við duttum óvart inná kaffihús/veitingastað á 58. stræti á milli 5. - 7. av. Við einfaldlega munum ekki hvað staðurinn heitir, en það var eitthvað rússneskt nafn. En vá! Æðislega fallegur staður og allt tipp topp þar! - mér leið pínu eins og fínni frú frá Upper East side að fá mér kaffi þarna. :) - Við fengum okkur bara saman eina litla fallega marens. Alvöru rósarblað, gras og jarðaber skreyttu tertuna. Hún var svo falleg að við týmdum varla að borða hana. Hún smakkaðist líka rosalega vel :)
Hér á myndinni fyrir ofan má sjá afgreiðsluþjóninn uppábúinn að afgreiða take-away frá kökuborðinu.
fyrir neðan má sjá fallegu kökuna okkar :)
(Fyrir ofan) Síðast morgunmatur ferðarinnar var tekinn á Applebee's Diner. Þar pantaði ég mér að sjálfsögðu almennilegann skammt af pönnukökum með rjóma, sýrópi og berjum. Rosaleg bomba! (ég er eitthvað að grínast á myndinni... smart!) - en ég gat ómögulega klárað þetta..rosalega mikið! Hilmar fékk sér ristabrauð og egg... kláraði það á 0.1sek og enginn mynd náðist.
(Fyrir neðan) Áður en við fórum út á flugvöll ákváðum við að kíkja á Museum of Modern Art (MoMA) sem var æðislega gaman... en ská á móti MoMA er frekar fínn asískur veitingastaður sem heitir China Grill. Svakalegt Sushi þarna á ferðinni líka, ég mæli hiklaust að þær sem gera sér ferð á MoMA komi við þarna og fái sér Sushi - kostaði reyndar meira en á hinum staðnum... en á maður ekki að gera vel við sig fyrst maður er hvort sem er í New York?
Eini staðurinn sem við vorum mjög ósátt með matinn var á Hard Rock Café á Times Square. Fengum kaldann mat þar og það var eitt stykki fluga í matnum hans Hilmars. - mæli alls ekkert með því að fólk eyði tíma í að bíða í röð til að fá borð þar, til þess eins að fá svo bara ömurlegann mat. En okkur fannst við verða að prufa staðinn :) - aldrei aftur!
Síðasta færslan verður MoMA færsla. Kemur von bráðar :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli