divider

divider

Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar


Í dag byrjar Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Ég og samnemendur mínur í Listkennsludeild LHÍ ætlum að vera með upplifunar-event í Grasagarðinum í tilefni þess. En auk okkar uppákoma verður finnski umhverfislistamaðurinn Timo Jokela að sýna ísskúlptúra. Timo Jokela kemur sérstaklega frá Finnlandi fyrir vertrarhátíðina og vinnur hann þessa stundina að listaverkum í Grasagarðinum sem hann gerir úr snjó. Búið er að flytja snjó í Grasagarðinn og eru nemendur listkennsludeildar að vinna með honum að því að móta verk úr snjónum. 
Hér fyrir neðan sjáið þið verk úr fyrri sýningum listamannsins og á neðstu myndinni má sjá nemendur LHÍ vera að vinna að snjóverkunum með honum. 

Það er alveg tilvalið að kíkja með alla fjölskylduna í Grasagarðinn á morgun, föstudaginn 8. febrúar til þess að líta verk hans augum og upplifa Magnað myrkur með okkur :) Í boði verður ljósaganga, umhverfishlustun, heit laug fyrir kaldar tær og speglaganga. :) 

Verið Hjartanlega Velkomin.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli