divider

divider

Krútt

Kveðjum Nóvember með þessum krúttlegasta uglu-unga sem ég hef séð...með prjónaða húfu :) 



Ó Desember... komdu velkominn!

Fallegt

Það verður að segjast að ég er hinn mesti klaufi að greiða á mér hárið. Enda með næstum þykkasta hár á norður heimskautsslóðum. Jafn óviðráðanlegt og þykkt hár er vandfundið (á tvær bestu vinkonur og systir sem eru allar hárgreiðslukonur og þær dæsa alltaf þegar ég mæti) dææææsh..... 
En það er alltaf hægt að henda fléttum í mig :) 
Þessi samblanda af garni og hári í fléttum hér fyrir neðan finnst mér ótrúlega falleg hugmynd og ég á örugglega einhverntímann eftir að prufa :) Ég er skotin :) 



Elskan baby

Ohhhh... eru þetta ekki fallegar húfur?

Þessar ótrúlega fallegu húfur eru frá búðinni Elskan baby en þær eru handgerðar og því er engin húfa alveg eins og næsta. Elskan baby er íslensk netverslun sem sendir um allan heim :)

Alveg ótrúlega falleg jólagjöf handa fallegasta fólkinu okkar :) 



Húsgögn klædd í föt

Þessi skemmtilegu húsgögn eru eftir hönnunarstúdíóið KamKam. En þau í hönnunarteyminu þar hafa í raun klætt húsgögnin fallega í, bætt hnöppum og ólum eins og húsgögnin séu öll komin í sparikápuna :)
Mér finnst litli blái skenkurinn og kollarnir tveir algjört æði!



Aðventan

Næstkomandi Sunnudagur er 1. í aðventu.
Sem er svosem ekki frásögu færandi nema hvað að ég hef verið að leita að fallegu aðventu ljósi síðan ég hóf minn búskap og aldrei fundið neitt sem mig hefur langað í. Ég fjárfesti í einu hræódýru og voðalega venjulegu í Húsasmiðjunni hér um árið en á hverju ári þegar ég dreg það fram þá þarf ég að endurnýja allar perur og pirra mig svo á því hvað það er ljótt.

Hinsvegar hefur Arca Studio hannað fallegt aðventuljós sem ég væri alveg til í að fjárfesta í.
Ljósið hefur þá kosti að vera örðuvísi og fallegt en þó samt ekkert langt frá þessum gömlu góðu sem voru til hér í eldgamla-daga (sem ekki eru til lengur nema hjá ömmu)

það er komið á eyðslulistann :) - Kannski að ég fái það frá sjálfri mér í afmælisgjöf í næstu viku :)

Urban Outfitters

Mér finnst alltaf alveg ævintýralegt að fara inn í Urban Outitters úti.
En þegar maður fer sjaldan út útaf kreppu...ehemm.. og tímaleysi...þá skoðar maður bara á netinu :) Hérna!

Að sjálfsögðu var þarna eitthvað til sem mig langar að fjárfesta í :)

Vantar manni ekki alltaf púða?


Svo eru það þessi blóm, sem eru veggskreyting.
Ég væri alveg til í að eiga svona...svo að sjálfsögðu útfærir hver og einn sinn vegg, sem gerir vöruna ennþá skemmtilegri :)
Ég er ekki frá því að ég hafi séð þessi blóm á vegg í einhverjum Gossip Girl þættinum.. :)


...og að sjálfsögðu fann ég þarna fullt af fallegum fötum og skóm sem mig langar líka :)
en meira um það seinna....

jólabaksturinn :)

Nú er að hefjast jólabakstur í öðruhverju húsi. Ég er reyndar ekki byrjuð, enda ætla ég að velja vel uppskriftir þetta árið svo að kökurnar borðist :)

Þetta finnst mér ótrúlega falleg skreyting ef von er á gestum á aðventunni...og ekki svo flókið.
það er jafnvel bara hægt að klippa niður jólapappírinn í renninga og grafa svo bara upp grillpinnana frá því í sumar :)


Límband/plástur


Límbandsrúllan hefur plástursmunstur, þannig það kemur skemmtilega út að klippa niður og "plástra" alla jólapakkana :)
spurning um að verða sér út um svona límband...?

Jóla jóla


Buddan fékk aldeilis að finna fyrir því í vikunni. En ég keypti mér bylgjupappa hreindýrahaus í stofuna, jólatré og jólakrans frá Hrím á Akureyri :)
Ég er ekkert smá ánægð með þjónustuna hjá þeim stöllum, Hrafnhildi og Tinnu, enda voru vörurnar settar strax í póst og sendar beint til mín :)
Í Hrím er hægt að fá fullt af íslenskri hönnun ásamt erlendri og fullt af flottum og skemmtilegum gjafavörum :)
Það er gaman frá því að segja en Kransinn og jólatréð er hluti af jólalínu sem Hrím framleiðir og verður gaman að sjá hvað kemur frá þeim næst :)

Stofan mín er hæst ánægð núna :)



Skór skór STEIKTIR skór!!!

Jólaskórnir í ár?
...ég veit ekki...

En það verður að segjast að það er gaman að skoða þessa skó... og ég væri alveg til í að máta suma ;)
Kobi Levi - Foodwear Design gerir þessa steiktu skó. Örugglega ekki leiðinlegt í vinnunni hjá þeim ;)
Hægt er að skoða fullt af steiktum skóm á síðunni þeirra.









Jólamyndatakan 2010

Ég fór með familíuna í myndatöku hjá henni Edit Ómars í gær. En hún er áhugaljósmyndari sem ætlar sér að fara að læra ljósmyndun næstkomandi haust.
Ég get ekki sagt annað en að ég sé hæst ánægð og himinlifandi með þær myndir sem hún er búin að vinna og skella inná ljósmyndabloggið sitt.
En á blogginu hennar má sjá fullt af flottum myndum af fallegu fólki :)

Ég mæli hiklaust með því að tékka á Edit ef ykkur vantar myndatöku. Bæði fyrir barna- og fjölskyldumyndatöku og brúðkaupsmyndatöku.

Svo er hún líka ódýr ;)

Hér fyrir neðan má sjá hana Heklu Dís mína sem er rétt tæplega 5 mánaða :)


Sniðugt fyrir jólin :)


Rakst á þessi skemmtilegu piparkökumót sem kallast I♥RVK eftir hönnunarteymið Færið.
Mótin fást í Epal.
Skemmtilegt að gera aðeins öðruvísi piparkökur fyrir þessi jólin :)


þegar ég skoða þessi mót þá óneitanlega fer ég að hugsa um súkkulaðisleikjóana Reykjavík Moments sem Arna Rut gerði vorið 2009.
Ég er ekki frá því að hugmyndin af piparkökumótunum hafi sprottið af súkkulaðipinnunum hennar Örnu...
...gæti verið... :)




Skínandi skart

Ef þú ert að leita að flottri jólagjöf sem kemur að góðum notum undir 3000 krónunum þá skaltu tékka á Skínandi :)
Flottir Endurskinsskartgripir fyrir flottar stelpur/konur á öllum aldri.
Endurskinsskartgripirnir fást í Epal, Mýrinni, Minju og Kraum.


Heimurinn um hálsinn

Það er ábyggilega ekkert leiðinilegt að bera þetta men um hálsinn :)
Menið minnir mig örlítið á hálsmenin sem hægt er að fá eftir Stáss en ef þú ert í vandræðum með jólagjafirnar þá geturu fengið flotta gjöf hjá þeim :)


Jóladagatal :)

Ætla að fara að týna smá inn af jólabloggi.... bara svona til þess að svala smá jólaspenningnum sem er kominn hjá mér :)
Þetta skemmtilega jóladagatal er hægt að fá hjá Garnet Hill







Klikkaðir skór!

Eins og nánast allir kvennmenn þá er ég svolítið hrifin af skóm :)
En hér fyrir neðan eru myndir af frekar steiktum skóm, sem ég væri til í að eiga uppí hillu hjá mér :)

Þessir viðarskór eru útskornir eftir íþróttarskóm og eru í raun tréklossar sem hægt er að nota.




Þetta eru frekar steiktir skór, en gæti verið góð hugmynd að nota þá ef þú villt ekki láta rekja fótsporin þín... þá er fínta að villa fyrir með hófa-fari :)


svo eru það þessir sem eru í raun frekar listaverk heldur en skór :)


Sunnudags... :)

Snilldar vara til þess að ferðast með á sér um allan heim :)
maður þarf ekki að snerta vaskinn og sleppur alveg við sýkla frá öðru fólki :)


Kjötbretti


Hér fyrir neðan má sjá eina af nýjustu vörum úr smiðju Björg í bú :)

Skurðarbretti sem hefur fengið nafnið "Kjötbretti" sem gert er úr beyki-límtré.
Eins og sjá má þá er brettið gert eftir útlínum á nautskrokki og gæti hvaða kjötvinnslumaður séð að raufarnar fyrir safann úr kjötinu sýna hvernig skrokkurinn er bútaður niður.
Brettið mun fást í Epal núna fyrir jólin og einnig er hægt að panta það hjá Björg í bú: bjorgibu@gmail.com


Dead Drops

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt verkefni sem var hrundið af stað í New York fyrir um tveimur vikum síðan :)
Verkefnið kallast Dead Drops og þarna er um að ræða nafnlaus, netlaus skjalagleymsla á opinberum stöðum.
Þetta eru í raun bara USB lyklar sem fólk getur tengt sig við og bæði geymt eða náð í file-a á :)
svolítið skemmtilegt :)


Peysuleysi

Peysuleysi er ein af nokkrum nýjum vörum frá Björg í bú sem kynnt var nú um helgina á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Viðtökur við Peysuleysinu voru vonum framar og seldist flíkin út eins og heitar lummur :)

Peysuleysi er flík sem er alltaf næstum því peysa en aldrei samt alveg.
Flíkinni er hægt að breyta á marga mismunandi vegu og breyta í nýja flík eftir veðri og vindum.
Sem dæmi má nefna a.m.k. þrjár mismunandi tegundir erma, vesti, bolero, ponsjo, kragi, hetta, trefill, teppi og svo mætti lengi telja.

Peysuleysið er úr íslenskri ull og er íslensk framleiðsla og kemur í búðir nú fyrir jólin :)


tékkið á þessu :)


Partý Skinkan 2010

Þessi hrekkjavökubúningur er algjör snilld :)
Besta hugmynd sem ég séð lengi í grímubúningavali :) og svo er þetta ódýrt því það eina sem þarf er pappi, málning og plast :)

Þessi búningur fær 10 stig :)

Jólin 2010

Nú styttist í jólin... þá er kannski í lagi að fara að koma með eitt og eitt jólablogg ;)

hér fyrir neða má sjá Hnetubrjóts-box til að hengja á jólatréð og lauma gotti í ;)