divider

divider

Hreiðurgerð


Nú er viðburðaríku sumri lokið og haustið gengið í garð. Síðan ég bloggaði síðast hefur eitt barn bæst í hópinn hér á heimilinu og öllum heilsast bara nokkuð vel. Ég sest minna niður fyrir framan tölvu en áður svona til að byrja með á meðan allt er að detta í rétta rútínu og við lærum að eiga þrjú börn. 

En mig langaði til að sýna ykkur skiptiaðstöðuna mína. Í húsinu okkar er lítið rými inni í svefnherberginu okkar á milli skápa. Líklega hugsað fyrir spegil og snyrtiborð en við höfðum ekki gert neitt við þetta rými síðan við fluttum inn fyrir ári síðan. Hundarnir okkar fengu að hafa það útaf fyrir sig til að byrja með en núna hefur það fengið nýtt hlutverk. Við ákváðum að máta skiptiborðið þarna inní þetta litla horn og það passaði líka svona rosa fínt. Húsbóndinn málaði vegginn og ég fékk að dúlla við rest :) 

Skiptiborðið sjálft keypti ég notað en það er úr Ikea. Því miður er það hætt í sölu þrátt fyrir að vera ótrúlega fallegt. En ég þræddi sölusíður og fékk það að lokum ;) 
Skiptidýnuna og óróann fékk ég í Petit.is barnavöruverslun en fiðrildin bleiku átti ég til. 
Bæði skiptidýnan og óróinn eru frá sænsku merki sem nefnist Farg & Form sem Petit.is selur en skýin eru einskonar einkenni merkisins.  Mikið af fallegum vörum koma frá þessu merki bæði í fatnaði og öðrum nauðsynjavörum fyrir börnin :)  Endilega kíkið á Petit...þið verðið ekki svikin ;) 







Litla Hönnunar Búðin í Hafnarfirði.


Ég gerði mér ferð í Hafnarfjörðinn síðastliðinn þriðjudag og kíkti þar á Strandgötuna. Þar er að finna mikið af skemmtilegum búðum sem gaman er að kíkja í en ein af þessum skemmtilegu búðum er Litla Hönnunar Búðin.  Það er ekki hægt að segja annað en að ég heillaðist strax af þessari búð bara með því að skoða í gluggann. Þegar inn var komið var ég aldeilis ekki svikin en þar var heill hellingur af fallegum hlutum sem gaman var að skoða og láta sig dreyma um. Þar má finna allskonar skemmtilega hönnunarvöru í sambland við listmuni og fallega grafík. Verk eftir búðareiganda og fleiri íslenska listamenn og erlenda hönnuði. Ég fékk að smella af nokkrum myndum til þess að sýna ykkur og ég stóðst ekki mátið og fjárfesti í fallegum pappírs-nashyrning sem ég ætla að setja saman og hengja upp í stofunni minni. 
Ég get ekki annað en sagt að það er alveg þess virði að fá sér rúnt í Hafnarfjörðinn, kíkja í kaffi á Súfistann og taka rölt eftir Strandgötunni, skoða í búðirnar skemmtilegu, láta sig dreyma og jafnvel fjárfesta í einhverju fallegu :) Dásamleg uppskrift af góðum degi :) 







Le Wedding!


Þá er brúðkaupið búið... reyndar komnar alveg tvær vikur síðan...en bleika skýið svífur enn ;) 
En það sem þetta var gaman! ÓMÆ ÓMÆ! Ég held við komumst aldrei yfir þennan dag...enda draumur í dós frá upphafi til enda. En ég ætla aðeins að segja ykkur frá undirbúningnum og hverjir komu að þessu með okkur. 
Dæturnar tvær teiknuðu okkur hjónin fyrir boðskortið sem ég var semi búin að hanna en fékk það ekki til að vera eins og ég vildi hafa það þannig að ég gafst upp og fékk þær í Reykavík Letterpress til þess að klára boðskortið fyrir okkur. Við vorum að sjálfsögðu ekki svikin þar. Hér fyrir ofan og neðan sjáið þið fram og bakhlið boðskortsins. 

Veislan var haldin á bænum Fitjum í Skorradal. Draumastaðsetning í sveitasælunni þar sem gestir gátu gist á tjaldstæðinu alla helgina ef þeim hugnaðist það. Mjög margir nýttu sér það og því varð úr 3. daga veisla frá föstudegi til sunnudags ;) 


Á borðunum í veislunni var ég með innrammað instagram bingó sem ég gerði sjálf. Það var ekki að spyrja að því að húsmæðraskóla vinkonur mínar tóku bingóinu mjög alvarlega og unnu þetta með stæl.  Hvert einasta móment náðist á filmu og það er frábært að skoða þessar myndir eftirá. 
Mæli hiklaust með þessum leik ;) 



Greiðsluna gerði Marín besta vinkona mín en hún rekur hárgreiðslustofuna Hár-studio á Akranesi og er mjög fær í því sem gerir ;) 



Krissý Ljósmyndari tók fyrir okkur myndirnar og hún var með okkur allt frá undirbúningi þar sem við vorum að klæða okkur í fötin allt til þess að kakan hafði verið borðuð. Ég er búin að frá nokkrar myndir frá henni og er mjög ánægð með útkomuna....þó að óléttuandlitið á mér mætti nú hafa verið minna óléttulegt hehe.. ;) 
Hér fyrir neðan má sjá 4 myndir frá henni sem hún tók þennan skemmtilega dag ;)
Krissý er alveg með á hreinu hvernig best er að haga myndatökunni og stjórnar þessu léttilega í samræmi við brúðhjón (brúður) þannig að mómentin náist. Hún hefur mjög gott auga fyrir fallegum myndum og ég get alveg hiklaust mælt með henni :)









Kjólinn minn hannaði og saumaði fatahönnuðurinn Brynja Emils en Brynja hannar undir merkinu Besla. Ég mátaði þónokkra kjóla og mér fannst ég eins og flóðhestur í þeim öllum þannig að það kom ekkert annað til greina hjá mér en að láta sauma á mig kjól þar sem bumban er að taka svolítið til sín en ég vildi ekki hafa kjólinn of íburðamikinn. Við Brynja fundum þetta fallega antik-bleika satín í Vouge og það var ekki aftur snúið ;) Kjóllinn kláraðist deginum fyrir brúðkaup...smá stress en það verður að vera stress með á svona stundum. Ég er og var mjög ánægð með útkomuna á kjólnum enda er Brynja algjör snillingur ;) 




Borðaskreytingarnar sá ég sjálf um að útfæra og ég spilaði bara mjög út frá fallega veislusalnum sem að er á Fitjum. Sveitarómantíkin var allsráðandi og systur mínar og vinkonur þrusuðu upp salnum með mér í einum grænum með bros á vör. 


Kökuna fengum við svo í Mosfellsbakaríi. Hún var hrikalega góð og afskaplega falleg. Brúðhjónin ofaná kökuna komu úr dótakassanum hjá dætrunum en planið var að hafa enga styttu ofaná kökunni en svo rakst ég á þessi fallegu brúðhjón í einni tiltektinni og fékk þá hugmyndina að því að nota þau ;) Það kom mjög vel út :) 







Brúðkaupsundirbúningur vol. III - Lagt á borð


Nú eru bara rétt tæpar tvær vikur í stóra daginn okkar og kona farin að stressast pínu. Mér finnst ég vera að gleyma einhverju og svo er ég farin að strika út af listanum hluti sem mig langaði að gera en einfaldlega nenni ekki að standa í núna. Háleitu hugmyndirnar eru eitthvað að renna í sandinn. En margar góðar koma samt í staðinn ;) Nú er ég farin að undirbúa borðin og er að vinna að því að gera allar servíettur klárar...þá má bara henda þessu í einum grænum á borðin þegar þau verða gerð klár. 
En svo er það hvernig maður raðar og dekkar upp borðunum. Hérna fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir... og ég held ég nýti mér eitthvað af þeim í bland. 

Neðst má svo skoða hvernig maður ætti að dekka upp eftir kúnstarinnar reglum. ;) 









Brúðkaups-undirbúningur vol. II - Krukkur og kertaljós.


Það er voðalega vinsælt þessi misserin að nota krukkur sem borðskraut í brúðkaupum. Mér finnst það svosem ekkert skrítið þar sem krukkurnar gefa ákveðna og skemmtilega stemningu. Sveita-kósý-heimilislega stemningu. Það er einmitt það sem ég er að leita eftir fyrir okkar veislu og því hefur krukkusöfnun átt sér stað en svo græddi ég fullt af krukkum sem búið var að skreyta frá vinkonum sem búnar eru að gifta sig. Þegar ég svo hef gift mig læt ég krukkurnar ganga til næstu vinkonu sem giftir sig ;) Þannig hjálpumst við að við að gera þetta sem einfaldast. 
En Krukkur má nota undir rörin, nammið, blómin og kertin svo eitthvað sé nefnt. Ég hef hug á að nota svolítið af villtum blómum til að skreyta með jafnvel í bland við keypt blóm og er að hugsa þetta allt í milljón hringi þessa dagana (og næturnar). 
 
Hér fyrir ofan og neðan má sjá nokkrar krukkuhugmyndir fyrir veisluna, en ég er líka voðalega hrifin af handmótuðu hvítu kertakrukkunum sem sjá má hér að neðan.  :) 







Brúðkaups-undirbúningur vol. I


Þrátt fyrir að vera með bumbuna út í loftið ákváðum við að vera ekkert að fresta brúðkaupinu okkar sem var ákveðið fyrir rúmu ári síðan...og verður núna í júní. Því þá þyrftum við að fresta um óákveðinn tíma. Þar sem við hjúin erum búin að vera saman í 14 ár þá fannst okkur bara ágætt að drífa í þessu áður en lítið barn bætist í hópinn ;) 
Ég er að breytast í bridezilla hérna heima hjá mér... er búin að vera alltof afslöppuð með þetta allt saman og er núna að fá stressköstin um að ég sé að gleyma einhverju ;)  Er það ekki bara týpískt?

En ég er s.s. farin að skoða hvernig photobooth ég vil hafa...því það er algjör klassíker að hafa þannig í brúðkaupum í dag...er það ekki? 
Fyrir ykkur sem eigið þetta eftir...eða eruð í sömu hugleiðingum þá koma hér nokkrar hugmyndir sem má nýta sér. En þennan neðsta gerði ég fyrir brúðkaup vinkonu minnar og það var lítið mál :)

















Þennan fyrir neðan gerði ég fyrir brúðkaup vinkonu minnar... hann kom mjög vel út.